Þrjátíu ár frá andláti Elvis Presley

Fjöldi aðdáenda hafa vottað Elvis Presley og minningu hans virðingu sína í dag en hann lést á þessum degi 1977 þá 42 ára að aldri. Í gærkvöldi og nótt var haldin minningarvaka í Graceland og í kjölfar hennar verður sýnt myndband sem sett hefur verið saman úr gömlum upptökum af „kónginum”.

Fyrrum hljómsveitarmeðlimir og bakraddasöngvarar Presley munu spila og syngja undir myndbandinu.

Reiknað er með að 75 þúsund aðdáendur muni flykkjast alls staðar að til Memphis til að vera viðstaddir viðburði í tengslum við dánarafmæli Presley.

Mjög heitt er í Memphis, 38 gráður samkvæmt fréttavef BBC en fólk lætur það ekki á sig fá og þó að mikið hafi verið gert úr þessum tímamótum alla vikuna þá var haldin opinber minningarvaka með logandi kertum í gærkvöldi og var löng röð af fólki sem hélt á kertum og beið tímunum saman fyrir utan Graceland til að komast að gröf tónlistarmannsins sem er við hlið hússins.

Aðdáandi kóngsins við minningarvökuna.
Aðdáandi kóngsins við minningarvökuna. Reuters
Larry King er einn þeirra sem hefur vottað minningu Elvis …
Larry King er einn þeirra sem hefur vottað minningu Elvis virðingu sína. Reuters
Margir stóðu tímunum saman í röð með logandi kerti til …
Margir stóðu tímunum saman í röð með logandi kerti til að geta heimsótt gröf Presley. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir