Leikstjóri áramótaskaupsins í ár ætti að vera flestum hnútum kvikmyndabransans kunnugur, Ragnar Bragason heitir maðurinn, en verk hans, Börn og Foreldrar, hafa til að mynda verið sýnd á ýmsum hátíðum að undanförnu við góðan orðstír.
"Við erum að skríða í startholurnar," segir Ragnar og kveðst hvergi banginn þrátt fyrir að áramótaskaupið sé sá sjónvarpsþáttur sem mest er horft á.
"Það verður svolítill fókus á innflytjendamál og þjóðernishyggju," segir leikstjórinn.
Og að öllum líkindum verður einnig vart við nýja strauma í skaupi þessa árs:
"Það verða einhverjar áherslubreytingar og við höfum það að markmiði að gera áramótaskaup sem verður lengi minnst og talað um."
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.