Aldrei fleiri á Laugardalsvelli

mbl.is/Kristinn

Mikill mannfjöldi hefur í kvöld fylgst með Þjóðartónleikunum á Laugardalsvelli í Reykjavík, og fullyrti kynnir tónleikanna, Páll Óskar Hjálmtýsson, að aldrei hefðu fleiri gestir komið á völlinn, eða yfir 20.000 manns. Kaupþing efndi til tónleikanna í tilefni af 25 ára afmæli bankans og bauð landsmönnum öllum.

Meðal þeirra sem fram koma eru Bubbi Morthens, Mugison, Stuðmenn, SSSÓL, Björgvin Halldórsson, Garðar Thór Cortes, Todmobile, Nylon og söngsveitin Luxor. Björgvin Halldórsson kemur fram með Stuðmönnum og tekur lagið Tætum og tryllum.

Bubbi Morthens sagði á milli laga að ef gjaldkeri í Kaupþingi gæfi einhverjum meiri pening en hann ætti að fá þá yrði gjaldkerinn væntanlega rekinn. Hins vegar gætu ráðherrar í ríkisstjórninni eytt hundruð milljónum króna án þess að þeir væru reknir og hvatti Bubbi til þess að slíkir ráðherrar yrðu reknir.

Sérstakt færanlegt gólf var flutt inn frá Wembley leikvanginum í Bretlandi til að hlífa grasinu í Laugardal.

mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup