Amy Winehouse hættir við tónleika

Breska söngkonan Amy Winehouse
Breska söngkonan Amy Winehouse AP

Breska söngkonan Amy Winehouse, sem mikið hefur verið í fréttum breskra fjölmiðla vegna áfengis- og vímuefnavandamála, hefur hætt við að koma fram á tónleikum um helgina vegna heilsubrests, að sögn talsmanns söngkonunnar.

Winehouse hlaut í febrúar Brit-tónlistarverðlaunin fyrir besta frammistöðu kvenna á tónlistarsviðinu á Bretlandi á síðasta ári. Hún mun einnig hafa hætt við koma fram á tónleikum í Frakklandi á fimmtudag en hún var flutt á sjúkrahús í síðustu viku. Samkvæmt tilkynningu frá útgáfufélagi hennar þjáist hún af ofálagi. Fjölmiðlar hafa hins vegar haldið því fram að hún hafi verið lögð inn vegna ofneyslu áfengis og sterkra eiturlyfja.

Þekktasta lag Winehouse nefnist „Rehab".

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir