Undirbúningur Kaupþingstónleika í fullum gangi

Tónleikar Kaupþings undirbúnir
Tónleikar Kaupþings undirbúnir mbl.is

Í kvöld verða haldnir tónleikar á Laugardalsvelli sem Kaupþing hefur blásið til vegna 25 ára afmæli bankans. Öllum landsmönnum er boðið að koma og hlýða á marga af tónlistarmönnum landsins. Laugardalsvöllur verður opnaður klukkan 18:00 en tónleikarnir byrja klukkustundu síðar.

Í fréttatilkynningu kemur fram að Páll Óskar Hjálmtýsson setur tónleikana klukkan 19:00 og hefst þá skemmtidagskrá þar sem meðal annars koma fram Bubbi Morthens, Mugison, Stuðmenn, SSSÓL, Björgvin Halldórsson, Garðar Thór Cortes, Todmobile, Nylon og söngsveitin Luxor. Björgvin Halldórsson kemur fram með Stuðmönnum og tekur lagið Tætum og tryllum.

„Þetta er án ef stærsta tónleikaverkefni sem Concert hefur ráðist í til þessa. Concert hefur staðið fyrir hundruðum tónleika og fjölda stórtónleika með þekktum listamönnum og má þar nefna; Josh Groban, Joe Cocker, Sugababes, Van Morrison, Snoop Dog, Lou Reed, Katie Melua, Katherine Jenkins, José Carreras, Kiri Te Kanawa, Gardar Thór Cortes, Diana Krall, Deep Purple, Jarvis Cocker, Marianne Faithfull, Patty Smith, Sissel Kjirkebo, The Shadows, Alice Cooper, Wig Wam, Nina Sky og Ray Davies," að því er segir í fréttatilkynningu frá Consert. „Undirbúningur er nú á lokastigi en nú er verið að setja upp gríðarlegt magn ljósa og hljóðbúnaðs á Laugardalsvelli og er umfangið með því stærsta sem verið hefur á Íslandi til þessa. Risaskjáir hafa verið sérstaklega fluttir til landsins til að varpa myndrænum þætti tónleikanna sem víðast um Laugardalinn.

Sérstakt færanlegt gólf verður flutt inn frá Wembley leikvanginum í Bretlandi til að hlífa grasinu í Laugardal. Sex 40 feta gámar með þessu sérstaka gólfi eru á leið til landsins því nú stendur Íslandsmótið í knattspyrnu sem hæst og grasið í Laugardal má ekki við hnjaski. En í kvöld verður það landslið poppara en ekki knattspyrnumanna sem mun gera allt vitlaust á vellinum," samkvæmt tilkynningu.

Sérstakt gólf var flutt inn fyrir tónleikana
Sérstakt gólf var flutt inn fyrir tónleikana mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar