Frestar tónleikaferð til Bandaríkjanna

Lily Allen
Lily Allen Reuters

Breska poppsöngkonan Lily Allen hefur frestað tónleikaferð um Bandaríkin og hætt við að koma fram á MTV tónlistarhátíðinni þann 9. september í Las Vegas. Allen var svipt starfsleyfi í Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum. Umboðsmaður hennar neitar því að beiðni um að söngkonan kæmi fram á MTV hátíðinni hafi verið afturkölluð. Þetta kemur fram á BBC.

Tónleikaferð Allen átti að hefjast í San Diego þann 6. september en að sögn talsmanns útgáfufélags hennar hefur það tekið lengri tíma en talið var að endurnýja starfsleyfið.

Allen var stöðvuð á alþjóðaflugvelli í Los Angeles, en þangað fór hún til að verða viðstödd tilnefningar til MTV tónlistarmyndbandaverðlaunanna fyrr í mánuðinum.

Allen þurfti að dvelja á flugvellinum í fimm klukkustundir þar sem hún var yfirheyrð vegna líkamsárásar á næturklúbbi í Lundúnum í mars sl. Hún hlaut viðvörun bresku lögreglunnar fyrir þann verknað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir