Frestar tónleikaferð til Bandaríkjanna

Lily Allen
Lily Allen Reuters

Breska poppsöngkonan Lily Allen hefur frestað tónleikaferð um Bandaríkin og hætt við að koma fram á MTV tónlistarhátíðinni þann 9. september í Las Vegas. Allen var svipt starfsleyfi í Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum. Umboðsmaður hennar neitar því að beiðni um að söngkonan kæmi fram á MTV hátíðinni hafi verið afturkölluð. Þetta kemur fram á BBC.

Tónleikaferð Allen átti að hefjast í San Diego þann 6. september en að sögn talsmanns útgáfufélags hennar hefur það tekið lengri tíma en talið var að endurnýja starfsleyfið.

Allen var stöðvuð á alþjóðaflugvelli í Los Angeles, en þangað fór hún til að verða viðstödd tilnefningar til MTV tónlistarmyndbandaverðlaunanna fyrr í mánuðinum.

Allen þurfti að dvelja á flugvellinum í fimm klukkustundir þar sem hún var yfirheyrð vegna líkamsárásar á næturklúbbi í Lundúnum í mars sl. Hún hlaut viðvörun bresku lögreglunnar fyrir þann verknað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir