Bíll Steve McQueens seldist fyrir metfé

McQueen við einn af bílum sínum.
McQueen við einn af bílum sínum. Reuters

Ferraribíll, árgerð 1963, sem um tíma var í eigu bandaríska kvikmyndaleikarans Steve McQueens, seldist á uppboði í Kalíforníu fyrir 2,3 milljónir dala, jafnvirði 157 milljóna króna. Var það tvöfalt það verð, sem áætlað var að bíllinn myndi seljast á.

McQueen keypti brúna Ferrari 250 GT Berlinetta Lusso bílinn árið 1963 og notaði hann í áratug en seldi hann þá. Mike Regalia eignaðist bílinn árið 1997 og gerði hann upp. Hann hefur nú selt bílinn, væntanlega með dágóðum hagnaði.

McQueen var mikill bílaáhugamaður og safnaði bílum. Hann tók einnig þátt í kappakstri og hermt var að hann hefði oft ekið sjálfur þegar verið var að kvikmynda eltingaleiki í myndum, sem hann lék í.

McQueen lést árið 1980, fimmtugur að aldri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka