Hundruð nakinna manneskja á svissneskum jökli

Naktir sjálfboðaliðar í hlíðurm Aletschjökuls.
Naktir sjálfboðaliðar í hlíðurm Aletschjökuls. Reuters

Hundruð manna afklæddust á jöklinum Aletsch í Sviss í gær fyrir bandaríska ljósmyndarann Spencer Tunick sem er heimskunnur fyrir að taka myndir af hópum af nöktu fólki í borgum og við kennileiti um allan heim. Myndatakan nú var að undirlagi umhverfisverndarsamtakanna Greenpeace og verða myndirnar notaðar í auglýsingaherferð til að vekja athygli á hlýnandi loftslagi og bráðnandi jöklum.

Greenpeace segir, að mannslíkaminn sé jafn veikburða og jöklar eins og Aletsch, sem hopar um 100 metra á ári. Vonast samtökin til að myndir á auglýsingaspjöldum af notku fólki í kuldanum á jöklinum vekji hroll hjá stjórnmálamönnum og öðrum, sem taka þátt í opinberri umræðu, og sannfæri þá um að þörf sé á auknum aðgerðum gegn mengun og loftslagsbreytingum.

Talið er að um 600 manns hafi tekið þátt í ljósmyndatökunni, sem fór fram á neðri hluta jökulsins í um 2300 metra hæð. Lofthitinn var ekki óþægilegur eða 10-15 gráður.

Landslagið á Aletsch er mikilfenglegt.
Landslagið á Aletsch er mikilfenglegt. Reuters
Spencer Tunick gefur sjálfboðaliðunum fyrirskipanir.
Spencer Tunick gefur sjálfboðaliðunum fyrirskipanir. Reuters
Reuters
Reuters
Reuters
Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir