Hundruð nakinna manneskja á svissneskum jökli

Naktir sjálfboðaliðar í hlíðurm Aletschjökuls.
Naktir sjálfboðaliðar í hlíðurm Aletschjökuls. Reuters

Hundruð manna af­klædd­ust á jökl­in­um Al­etsch í Sviss í gær fyr­ir banda­ríska ljós­mynd­ar­ann Spencer Tunick sem er heimskunn­ur fyr­ir að taka mynd­ir af hóp­um af nöktu fólki í borg­um og við kenni­leiti um all­an heim. Mynda­tak­an nú var að und­ir­lagi um­hverf­is­vernd­ar­sam­tak­anna Green­peace og verða mynd­irn­ar notaðar í aug­lýs­inga­her­ferð til að vekja at­hygli á hlýn­andi lofts­lagi og bráðnandi jökl­um.

Green­peace seg­ir, að manns­lík­am­inn sé jafn veik­b­urða og jökl­ar eins og Al­etsch, sem hop­ar um 100 metra á ári. Von­ast sam­tök­in til að mynd­ir á aug­lýs­inga­spjöld­um af notku fólki í kuld­an­um á jökl­in­um vekji hroll hjá stjórn­mála­mönn­um og öðrum, sem taka þátt í op­in­berri umræðu, og sann­færi þá um að þörf sé á aukn­um aðgerðum gegn meng­un og lofts­lags­breyt­ing­um.

Talið er að um 600 manns hafi tekið þátt í ljós­mynda­tök­unni, sem fór fram á neðri hluta jök­uls­ins í um 2300 metra hæð. Loft­hit­inn var ekki óþægi­leg­ur eða 10-15 gráður.

Landslagið á Aletsch er mikilfenglegt.
Lands­lagið á Al­etsch er mik­il­feng­legt. Reu­ters
Spencer Tunick gefur sjálfboðaliðunum fyrirskipanir.
Spencer Tunick gef­ur sjálf­boðaliðunum fyr­ir­skip­an­ir. Reu­ters
Reu­ters
Reu­ters
Reu­ters
Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Láttu það ekki fara í taugarnar á þér þótt samstarfsmennirnir reyni á þolinmæði þína í dag. Hættu að kvarta og finndu leið til að létta byrðarnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Láttu það ekki fara í taugarnar á þér þótt samstarfsmennirnir reyni á þolinmæði þína í dag. Hættu að kvarta og finndu leið til að létta byrðarnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell