Bandarísk hóteldrottning látin

Harry og Leona Helmsley árið 1988.
Harry og Leona Helmsley árið 1988. AP

Bandaríska hóteldrottningin Leona Helmsley er látin, 87 ára að aldri. Helmsley vakti mikla athygli á ofanverðri síðustu öld þegar hún var dæmd til fangelsisvistar fyrir að komast undan því að greiða skatta. Hún var einnig staðin að því að láta starfsfólk hótela sinna vinna hluta af þegnskylduvinnu, sem henni var gert að inna af hendi í tengslum við reynslulausn.

Helmsley og Harry, eiginmaður hennar, ráku um tíma mikið fasteigna- og hótelveldi. Réttarhöldin yfir Helmsley vöktu mikla athygli um allan heim á sínum tíma en m.a. báru starfsmenn hennar vitni og sögðu að hún stýrði fyrirtækjum sínum og heimili með harðri hendi.

Einn fyrrum starfsmaður sagðist hafa heyrt Helmsley segja: „Við borgum ekki skatta. Það er bara litli maðurinn, sem borgar skatta."

Helmsley harðneitaði að hafa látið þessi orð falla en ummælin fylgdu henni samt það sem hún átti eftir ólifað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir