Grétar Rafn lék með AZ Alkmaar

Grétar Rafn Steinsson var í liði AZ Alkmaar í gær þegar fyrsta umferð í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hófst. Alkmaar hafði betur, 4:0, í viðureign liðsins gegn Venlo. Aron Einar Gunnarsson og Kolbeinn Sigþórsson voru ekki í leikmannahópi AZ Alkmaar.

Arnar Þór Viðarsson var í byrjunarliði De Graafschap sem tapaði 8:1 á heimavelli gegn Ajax í hollensku úrvalsdeildinni. De Graafschap eru nýliðar í efstu deild en liðið sigraði í hollensku 1. deildinni sl. vor.

Ólafur Ingi Skúlason var í byrjunarliðinu hjá Helsingborg sem vann stórsigur, 5:0, gegn Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Henke Larsson skoraði tvö mörk í leiknum.

Gunnar Þór Gunnarsson var í leikmannahóp Hammarby sem tapaði á heimavelli gegn Halmstad, 1:0. Gunnar kom ekki við sögu í leiknum. Heiðar Geir Júlíusson kom inn á sem varamaður í liði Hammarby á 66. mínútu.

Marel Baldvinsson skoraði fyrsta mark Molde í 3:0-sigri liðsins á útivelli gegn Hönefoss í norsku 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Þetta er annað mark Marels á leiktíðinni en Molde er í efsta sæti deildarinnar með 47 stig eftir 19 umferðir en liðið féll úr norsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Hólmar Örn Rúnarsson kom inn á sem varamaður hjá danska 1. deildar liðinu Silkeborg á 59. mínútu þegar liðið gerði 1:1 jafntefli á heimavelli gegn Lolland Falster. Hörður Sveinsson var ekki í leikmannahóp Silkeborgar.

Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður úrvalsdeildarliðs Hearts í Skotlandi, var í byrjunarliðinu þegar liðið gerði 1:1 jafntefli við Gretna á laugardaginn. Hann fór hins vegar út af í leikhléi og í hans stað kom Andy Driver, sem skoraði mark Hearts. Haraldur Björnsson lék allan leikinn í marki U19 ára liðs Hearts, sem vann 3:0 sigur á Gretna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir