Vetrardagskrá sjónvarpsstöðvanna liggur nú að mestu fyrir og þar kennir að vanda ýmissa grasa. Fjöldi nýrra íslenskra þátta hefur göngu sína, bæði leikið efni, spjallþættir, raunveruleikaþættir, barnaefni og spurningaþættir.
Í Sjónvarpinu reyna landshlutar með sér í spurningaþætti sem og framhaldsskólanemar í Gettu betur. Auk þess velja landsmenn nýtt Evróvisjónlag úr lögum níu þekktra lagasmiða.
Stöð 2 tekur til sýninga tvo nýja leikna íslenska sjónvarpsþætti, annan með gamansömu ívafi, hinn er spennuþáttur. Einnig mun Bubbi Morthens ferðast um landið og leita að nýrri rokkstjörnu Íslands.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.