Jet Li gagnrýnir kvikmyndaeftirlitið í Kína

Jet Li.
Jet Li. AP

Kínverska kvikmyndastjarnan Jet Li hefur lýst yfir óánægju sinni með það að kvikmyndir sem hann hefur gert í Hollywood skuli ekki vera sýndar í heimalandi sínu. Jet Li hefur skrifað á heimasíðu sína að kvikmyndin Romeo Must Die frá árinu 2000, sem naut mikilla vinsælda, hafi verið bönnuð vegna þess að glæpamenn hafi verið í henni.

Þá segir hann að kvikmyndin Kiss of the Dragon frá árinu 2001 hafi verið bönnuð þar sem hann leikur kínverskan lögreglumann sem drepur fólk í öðrum löndum.

„Kvikmyndir þurfa ekki alltaf að vera raunverulegar,“ segir Li sem heldur því fram að þær takmarkanir sem lagðar eru á kvikmyndaiðnaðinn í Kína séu ekki til góðs fyrir kínverskar kvikmyndir

Kínversk yfirvöld stýra því hvaða myndir eru sýndar í landinu. Á hverju ári eru um 20 erlendar kvikmyndir frumsýndar með formlegum hætti í landinu. Þá hefur kvikmyndaeftirlitið í Kína vald til þess að óska eftir því að óviðeigandi atriði séu klippt út úr þeim kvikmyndum sem þau hyggjast sýna.

Nýjasta myndin um sjóræningjana í Karíbahafi, Pirates of the Caribbean: At World's End, er dæmi um mynd þar sem óskað var eftir því að tiltekin atriði væru klippt út. Kínverska fréttastofan Xinhua segir að atriði með leikaranum Chow Yun-fat hafi lent á klippigólfinu þar sem persóna hans hafi verið móðgun við kínverska alþýðu.

Li, er fyrrum kung fu meistari, sem varð vinsæll hasarleikari í Hong Kong áður en hann hélt til Bandaríkjanna. Hann vinnur nú að gerð kvikmyndarinnar The Forbidden Kingdom með Jackie Chan.

Fréttavefur BBC greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka