Framinn varð hjónabandinu að falli

Ethan Hawke
Ethan Hawke MIHAI BARBU

Hjónaband leikaranna Ethan Hawke og Uma Thurman brast vegna þess hve afbrýðissöm þau voru út í hvort annað og að hvorugt vildi gefa eftir starfsframa sinn til þess að bjarga hjónabandinu. Að minnsta kosti vildi Hawke meina það í sjónvarpsviðtali um helgina. Hawke og Thurman gengu í hjónaband árið 1998 en þau skildu árið 2004.

Hawke sagði í viðtali við Sunday Morning Shootout að það væri erfitt þegar öðrum aðilanum gengi allt í haginn á meðan ferill hins sé á niðurleið. Það þýði að þeim sem illa gengur að fóta sig á vinnumarkaði á erfitt með að taka þátt í atburðum með þeim sem vel gengur. Eins þurfi fólk að vera reiðubúið til þess að fórna einhverju til þess að halda hjónabandi gangandi.

Ethan Hawke, sem á tvö börn með Umu Thurman, viðurkenndi í viðtalinu að hvorugt þeirra hafi viljað fórna ferlinum til þess að hugsa um fjölskylduna. Hann sagði einnig að ef hjón eyði aldrei tíma saman þá sé ekki hægt að byggja upp heimilislíf. Tók hann dæmi af hjónum sem létu hlutina ganga upp: „Joanne Woodward gaf eftir leikferilinn til þess að hjónaband hennar og Paul Newman myndi endast. Einhver verður að gefa eftir."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir