Tveir svissneskir nemendur léku sér að henda kringlóttum grip sem þeir fundu á strönd á milli sín án þess að hafa hugmynd um að það sem þeir höfðu á milli handanna var gömul jarðsprengja. Lukas Aider og Christoph Kurz voru að busla í Dóná í Búdapest er þeir fundu gripinn sem þeir fóru að kasta á milli sín líkt og frisbídiski.
Strandvörður sá til þeirra stöðvaði leikinn og hringdi á lögregluna.
Sprengjudeildin kom að sögn Ananova.com og í ljós kom að þarna var á ferðinni gömul 6 kílóa sovésk jarðsprengja hönnuð til að stöðva skriðdreka.