„Tilraun Stuðmanna veit ég að féll í misjafnan jarðveg, en Stuðmenn eru uppátækjasamir tónlistarmenn, og menn sem spila mikið finna auðvitað þörf hjá sér til að breyta til og spila eitthvað nýtt," sagði Einar Bárðarson um flutning Stuðmanna á afmælistónleikum Kaupþings síðastliðið föstudagskvöld, en sitt sýndist hverjum um flutning sveitarinnar.
"Stuðmenn áskilja sér rétt til að koma fólki á óvart," sagði Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon um málið í samtali við blaðamann Morgunblaðsins.
"Okkur þykir vænt um að fólki er ekki alveg sama hvernig Stuðmenn hljóma."
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.