Teiknimyndahetjan Jamie Oliver skemmtir börnum

Jamie Oliver verður aðalhetjan í teiknimyndum um sjálfan sig.
Jamie Oliver verður aðalhetjan í teiknimyndum um sjálfan sig. mbl.is/Dagur

Sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver hefur skrifað undir samning við Aardman Animations og verður hann aðalpersónan í nýrri röð teiknimynda fyrir börn. Aardman framleiðslufyrirtækið er þekktast fyrir samstarfið við Nick Parks og myndirnar um Wallace og Gromit.

Þættirnir munu að sögn Yahoo fréttavefjarins fjalla um hinn tíu ára gamla Jamie sem á sér þá ósk æðsta að verða matreiðslumeistari og fylgja honum eftir í þeim ævintýrum sem hann lendir í er hann keppist við að fá þann draum uppfylltan.

Margar skondnar fígúrur koma fyrir í þáttunum eins og til dæmis brjálaður vísindamaður sem nefnist Eggs Benedict sem gengur um með kjúkling á höfðinu.

Jamie sagði í viðtali vegna þáttanna að hann langaði til að koma vitneskju sinni til krakka á skemmtilegan máta enda er hann mikill áhugamaður um að börn læri að matbúa og borða hollan mat.

Þættirnir sem verða 52 talsins eiga að höfða hvað mest til ellefu ára barna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar