„Ástarhandföngin" máð út

Franska tímaritið Paris Match fór höndum um mynd, sem tekin var af Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, þar sem hann sést róa báti ber að ofan í fríi í Bandaríkjunum. Var smá bunga, sem sést á mitti forsetans, minnkuð, eins og fréttatímaritið L'Express sýndi fram á í dag með því að bera saman myndina og upprunalegu myndina sem Reutersfréttastofan tók.

L'Express hefur eftir talsmanni Paris Match í dag að bungan hafi verið óeðlilega áberandi vegna þess hvernig hann sat. Hafi verið reynt að leiðrétta lýsingu myndarinnar „og sú leiðrétting varð meira áberandi í prentuninni," sagði talsmaðurinn.

Á myndinni sést Sarkozy róa eintrjáningi ásamt syni sínum. L'Express segir að Paris Match hafi „fjarlægt, með töfrasprota, ástarhandföngin sem voru smávægilegur lýtir á vaxtarlagi Nicolas Sarkozys."

Ýmislegt gekk á í heimsókn Sarkozys til Bandaríkjanna þar sem hann átti m.a. óformlegan fund með George W. Bush, forseta. Sarkozy hundskammaði tvo bandaríska ljósmyndara, sem reyndu að taka myndir af honum á Winnipesaukeevatni í New Hampshire.

Þá neyddist franska forsetaembættið að upplýsa, eftir fyrirspurnir þarlendra fjölmiðla, að forsetinn hefði verið gestur tveggja auðugra fjölskyldna í Bandaríkjunum.

Nicolas Sarkozy ásamt Louis syni sínum á Winnipesaukeevatni. Þetta er …
Nicolas Sarkozy ásamt Louis syni sínum á Winnipesaukeevatni. Þetta er upprunalega myndin þar sem grillir í ástarhandföngin á forsetanum. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir