Bill Murray gripinn drukkinn á golfbíl

Bill Murray leikari er mikill áhugamaður um golf.
Bill Murray leikari er mikill áhugamaður um golf. AP

Leik­ar­inn Bill Murray gæti átt yfir höfði sér ákæru vegna akst­urs golf­bíls um göt­ur Stokk­hólms und­ir áhrif­um áfeng­is. Murray neitaði að blása í mæli­tæki lög­regl­unn­ar og vísaði þar í banda­ríska lög­gjöf.

Lög­reglu­menn ráku aug­un í Murray snemma á sunnu­dags­morg­un í hæg­fara öku­tæk­inu og þegar þeir stöðvuðu hann tóku þeir eft­ir megnri áfeng­islykt af hon­um, að sögn rann­sókn­ar­lög­reglu­stjór­ans Christer Hol­m­lund.

Þegar leik­ar­inn neitaði að blása brugðu lög­reglu­menn­irn­ir á það ráð að taka blóðsýni. Það mun því taka 14 daga að fá úr því skorið hvort Murray braut lög­in, þar sem það er lög­legt að keyra golf­bíl í al­mennri um­ferð í Svíþjóð.

Murray, sem var gest­ur á golf­móti í Svíþjóð, játaði að hafa keyrt und­ir áhrif­um áfeng­is og hélt síðan heim á leið.

Hol­m­lund seg­ir ekki ljóst hvaðan Murray fékk öku­tækið, en hann verður ekki ákærður fyr­ir stuld. Þá sagðist Hol­m­lund ekki hafa upp­lifað annað eins þau fjöru­tíu ár sem hann hef­ur starfað inn­an sænsku lög­regl­unn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Samræður við vini og nána félaga koma að gagni í dag, sérstaklega um afmörkuð málefni. Mundu bara að aðgát skal höfð í nærveru sálar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Samræður við vini og nána félaga koma að gagni í dag, sérstaklega um afmörkuð málefni. Mundu bara að aðgát skal höfð í nærveru sálar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son