Bill Murray gripinn drukkinn á golfbíl

Bill Murray leikari er mikill áhugamaður um golf.
Bill Murray leikari er mikill áhugamaður um golf. AP

Leikarinn Bill Murray gæti átt yfir höfði sér ákæru vegna aksturs golfbíls um götur Stokkhólms undir áhrifum áfengis. Murray neitaði að blása í mælitæki lögreglunnar og vísaði þar í bandaríska löggjöf.

Lögreglumenn ráku augun í Murray snemma á sunnudagsmorgun í hægfara ökutækinu og þegar þeir stöðvuðu hann tóku þeir eftir megnri áfengislykt af honum, að sögn rannsóknarlögreglustjórans Christer Holmlund.

Þegar leikarinn neitaði að blása brugðu lögreglumennirnir á það ráð að taka blóðsýni. Það mun því taka 14 daga að fá úr því skorið hvort Murray braut lögin, þar sem það er löglegt að keyra golfbíl í almennri umferð í Svíþjóð.

Murray, sem var gestur á golfmóti í Svíþjóð, játaði að hafa keyrt undir áhrifum áfengis og hélt síðan heim á leið.

Holmlund segir ekki ljóst hvaðan Murray fékk ökutækið, en hann verður ekki ákærður fyrir stuld. Þá sagðist Holmlund ekki hafa upplifað annað eins þau fjörutíu ár sem hann hefur starfað innan sænsku lögreglunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup