Britney hætti á síðustu stundu við dúett með Justin

Britney Spears.
Britney Spears. AP

Söngkonan Britney Spears hætti á síðustu stundu við að syngja dúett með fyrrum unnusta sínum Justin Timberlake. Framleiðandinn Timbaland mun hafa tekið frá viku af tíma sínum í síðasta mánuði til að vinna að verkefninu og fengið Timberlake til að semja lag sérstaklega til að syngja með Britney.

“Timbaland hafði tekið frá viku til að gera þetta þrátt fyrir ofboðslegt annríki,” segir heimildarmaður dagblaðsins New York Post. “Síðan hætti hún skyndilega við og neitaði að syngja lagið skömmu áður en hún átti að fljúga á staðinn. Þetta er algert brjálæði. Hún vill slá í gegn að nýju og þetta hefði ekki einungis getað orðið mjög vinsælt lag heldur einnig atriði sem hún hefði getað sýnt á MTV myndbandaháðiðinni og heillað alla með."

Annar heimildarmaður blaðsins segir: "Það hafa allir áhyggjur af henni. Hún lítur svo á að vinnu við næstu plötu hennar sé lokið og að hún hafi lagt að mörkum nóga vinnu í bili. Hún á undir högg að sækja þar sem hún á við veikindi að stríða."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar