Hefðbundnir Stuðmenn á Varmárvelli

Hljómsveitin Gildran.
Hljómsveitin Gildran.

Mosfellsbær býður bæjarbúum til útitónleika á Íþróttavellinum að Varmá annað kvöld í tilefni af 20 ára afmæli Mosfellsbæjar. Hefjast tónleikarnir klukkan hálf níu og marka upphaf mikillar dagskrár bæjarhátíðarinnar Í túninu heima sem stendur alla helgina.

Hljómsveitirnar Stuðmenn og Gildran koma fram á tónleikunum. Í tilkynningu frá Mosfellsbæ kemur fram, að Stuðmenn muni flytja öll sín bestu lög í hefðbundnum útsetningum en útsetningar Stuðmanna á útitónleikum á Laugardalsvelli um síðustu helgi hafa vakið mikið umtal.

Þá mun Gildran mun flytja eigin lög en sú hljómsveit var stofnuð í Mosfellsbæ.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar