Kate og Pete saman á ný?

Ofurfyrirsætan Kate Moss
Ofurfyrirsætan Kate Moss Reuters

Ofurfyrirsætan Kate Moss er nú sögð hafa endurvakið samband sitt við rokkarann Pete Doherty en Moss sleit sambandi þeirra í júní eftir að upp komst um fimmdaga ástarævintýri hans með fyrirsætunni Lindi Hingston.

Er Moss sögð hafa verið niðurbrotin frá því hún sleit sambandinu og samkvæmt heimildum breska blaðsins Daily Mail bað hún Pete nýlega um að hitta sig á hótelherbergi þar sem hún sagði honum að hún hafi einungis slitið sambandinu vegna utanaðkomandi þrýstings.

Pete, sem þegar hefur selt götublaði frásögn sína af sambandi þeirra, mun hafa svarað með því að biðja hana afsökunar á því og bera því við að hann hafi verið gabbaður til að veita viðtalið.

Kate, sem á fjögurra ára dóttur úr fyrra sambandi, og Pete fóru að draga sig saman í janúar árið 2005 og síðan þá hafa þau bæði komist í kast við lögin vegna fíkniefnamála.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup