Brian May orðinn doktor í stjörnufræði

Brian May í kunnuglegum stellingum.
Brian May í kunnuglegum stellingum. Reuters

Bri­an May, gít­ar­leik­ari bresku rokk­hljóm­sveit­ar­inn­ar Qu­een, varði doktor­s­verk­efni í stjörnu­fræði í Im­per­ial Col­l­e­ge í Lund­ún­um í gær. Rit­gerðin hlut náð fyr­ir aug­um and­mæl­enda og verður May form­lega út­nefnd­ur doktor í stjörnu­fræði við at­höfn í Royal Al­bert Hall í maí á næsta ári.

May stundaði nám í stjörnu­fræði við Im­per­ial Col­l­e­ge árið 1970 þegar hann stofnaði hljóm­sveit­ina Qu­een ásamt Fred­dy Mercury og Roger Tayl­or. Hljóm­sveit­in náði brátt mikl­um vin­sæld­um og May lagði þá doktors­námið á hill­una. Hann hóf aft­ur stjörnu­fræðirann­sókn­ir fyr­ir nokkr­um árum og skrifaði doktors­rit­gerð, sem nefn­ist Radial Velocities in the Zodiacal Dust Cloud og fjall­ar um ryk­skýja­mynd­un í dýra­hringn­um.

„Ég er ansi ánægður. Ég get ekki lýst því hve þetta er mik­ill létt­ir," sagði May í gær­kvöldi.

Hann sagði við blaðamenn að það hefði verið býsna erfitt að ganga inn í sal­inn og mæta and­mæl­end­un­um en doktor­svörn­in hafi verið hófst hafi verið merki­leg upp­lif­un. „Maður hef­ur á til­finn­ing­unni að þeir muni spyrja stóru spurn­ing­ar­inn­ar sem maður get­ur ekki svarað en til allr­ar ham­ingju gerðist það ekki."

Heimasíða Bri­an May

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Einhver gæti sagt eitthvað í dag sem kemur við viðkvæman blett hjá þér. Samræður við yfirmann þinn eða annan áhrifamann geta haft hvetjandi áhrif á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Einhver gæti sagt eitthvað í dag sem kemur við viðkvæman blett hjá þér. Samræður við yfirmann þinn eða annan áhrifamann geta haft hvetjandi áhrif á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir