Brian May orðinn doktor í stjörnufræði

Brian May í kunnuglegum stellingum.
Brian May í kunnuglegum stellingum. Reuters

Brian May, gítarleikari bresku rokkhljómsveitarinnar Queen, varði doktorsverkefni í stjörnufræði í Imperial College í Lundúnum í gær. Ritgerðin hlut náð fyrir augum andmælenda og verður May formlega útnefndur doktor í stjörnufræði við athöfn í Royal Albert Hall í maí á næsta ári.

May stundaði nám í stjörnufræði við Imperial College árið 1970 þegar hann stofnaði hljómsveitina Queen ásamt Freddy Mercury og Roger Taylor. Hljómsveitin náði brátt miklum vinsældum og May lagði þá doktorsnámið á hilluna. Hann hóf aftur stjörnufræðirannsóknir fyrir nokkrum árum og skrifaði doktorsritgerð, sem nefnist Radial Velocities in the Zodiacal Dust Cloud og fjallar um rykskýjamyndun í dýrahringnum.

„Ég er ansi ánægður. Ég get ekki lýst því hve þetta er mikill léttir," sagði May í gærkvöldi.

Hann sagði við blaðamenn að það hefði verið býsna erfitt að ganga inn í salinn og mæta andmælendunum en doktorsvörnin hafi verið hófst hafi verið merkileg upplifun. „Maður hefur á tilfinningunni að þeir muni spyrja stóru spurningarinnar sem maður getur ekki svarað en til allrar hamingju gerðist það ekki."

Heimasíða Brian May

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir