Fertugur hamborgari

Jim Delligatti við stóra Big Mac styttu á fertugsafmæli borgarans.
Jim Delligatti við stóra Big Mac styttu á fertugsafmæli borgarans. AP

Einn vinsælasti skyndibiti heims er fertugur í ár, uppskriftin er einföld, tveir litlir kjöthleifar úr hökkuðu nautakjöti, sósa, salatblað, ostsneið, súrar gúrkur, laukur og sérstök sósa með þremur brauðsneiðum með sesamfræi. Big Mac borgarinn sló samt ekki í gegn í fyrstu.

Jim Delligatti var að sögn Dagens Nyheter í tvö ár að sannfæra stjórnendur innan McDonalds hamborgarakeðjunnar að þessi nýi borgari ætti framtíð fyrir sér.

1967 hóf Delligatti fyrst að bjóða upp á fyrsta tvöfalda hamborgarann í McDonald’s útibúi sínu í Uniontown í Pennsylvaniu en það var ekki fyrr en á öðrum degi að honum datt í hug að setja þriðju brauðsneiðina á milli kjöthleifanna.

Nú fjörtíu árum síðar getur hann státað sig af því að hafa hannað einn af vinsælustu og mest keyptu skyndibitum í heimi.

Delligatti hefur reyndar hækkað verðið á borgaranum úr 45 sentum upp í tvo dali og 69 sent og McDonalds útibúunum hefur fjölgað úr eitt þúsund í 31 þúsund í ríflega hundrað löndum þar sem 550 milljón Big Mac borgarar eru seldir á ári hverju.

Í tilefni afmælisins mun Delligatti sem er orðinn 89 ára opna safn tileinkað Big Mac borgaranum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir