Hafmeyjan lokkaði til sín lax

Veiðifélgar við Vatnsdalsá. Jim Finn, Daryl Hannah og Pétur Pétursson.
Veiðifélgar við Vatnsdalsá. Jim Finn, Daryl Hannah og Pétur Pétursson. mbl.is/Julie

Leikkonan Daryl Hannah dvaldi með hópi umhverfissinna í veiðihúsinu í Vatnsdalsá í síðustu viku. Hannah hafði að sögn, Péturs Péturssonar leigutaka í ánni ekki mikinn áhuga á veiðinni, hugsanlega vegna þess að hún hefur sjálf leikið í kvikmyndum með sporðaköstum. Þó renndi hún fyrir lax með svokallaðri gárutúpu sem er agn án önguls.

Þrír laxar stukku á agnið hjá Hannah og einn þeirra hélt í agnið og lék sér við leikkonuna í drjúga stund.

Hópurinn var staddur þarna á vegum William McDonough sem er hönnuður og arkitekt með sérlegan áhuga á hreinni orku og umhverfisvænum lausnum. Hann hefur komið með fimm til sex hópa í svipuðum tilgangi til dæmis kom leikkonan Cameron Diaz í Vatnsdalinn eitt árið.

„Á laugardaginn komu forsetahjónin í heimsókn og snæddu með hópnum áður en þau héldu til höfuðborgarinnar til að ná flugeldasýningunni á menningarnótt,” sagði Pétur í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

Daryl Hannah mun hafa nýtt tímann í Vatnsdal aðallega til að fara í hesta- og gönguferðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar