Nýtt blað fyrir ungt fólk

Birgir Örn Steinarsson.
Birgir Örn Steinarsson.

Verið er að undirbúa útgáfu nýs blaðs fyrir ungt fólk. Mun blaðið, sem hefur fengið nafnið Monitor, koma út mánaðarlega og verður því dreift í skólum, í verslunum og á öðrum fjölförnum stöðum. Fyrsta blaðið kemur út í september.

Ritstjóri nýja blaðsins verður Birgir Örn Steinarsson sem nýlega fluttist heim frá Lundúnum þar sem hann vann að eigin tónlist og skrifaði tónlistargagnrýni fyrir Fréttablaðið. Áður starfaði Birgir sem blaðamaður í sex ár, þar á meðal á Morgunblaðinu.

Í tilkynningu segir, að í blaðinu verði fjallað um íslenska poppmenningu í víðum skilningi. Megin umfjöllunarefnið verði tónlist en einnig verði fjallað um kvikmyndir, hönnun og fleira. Yfirlýstur tilgangur aðstandenda sé að fjalla á uppbyggjandi hátt um íslenska poppmenningu. Monitor muni meðal annars draga dám af blaðinu Undirtónum, sem gefið var út fyrir nokkrum árum en annar af stofnendum Undirtóna hefur komið að undirbúningi útgáfunnar.

Hægt er að fylgjast með fréttum af undirbúningi blaðsins á bloggsíðu sem sett hefur verið upp á slóðinni www.blog.monitor.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar