Nýtt blað fyrir ungt fólk

Birgir Örn Steinarsson.
Birgir Örn Steinarsson.

Verið er að und­ir­búa út­gáfu nýs blaðs fyr­ir ungt fólk. Mun blaðið, sem hef­ur fengið nafnið Monitor, koma út mánaðarlega og verður því dreift í skól­um, í versl­un­um og á öðrum fjöl­förn­um stöðum. Fyrsta blaðið kem­ur út í sept­em­ber.

Rit­stjóri nýja blaðsins verður Birg­ir Örn Stein­ars­son sem ný­lega flutt­ist heim frá Lund­ún­um þar sem hann vann að eig­in tónlist og skrifaði tón­list­ar­gagn­rýni fyr­ir Frétta­blaðið. Áður starfaði Birg­ir sem blaðamaður í sex ár, þar á meðal á Morg­un­blaðinu.

Í til­kynn­ingu seg­ir, að í blaðinu verði fjallað um ís­lenska popp­menn­ingu í víðum skiln­ingi. Meg­in um­fjöll­un­ar­efnið verði tónlist en einnig verði fjallað um kvik­mynd­ir, hönn­un og fleira. Yf­ir­lýst­ur til­gang­ur aðstand­enda sé að fjalla á upp­byggj­andi hátt um ís­lenska popp­menn­ingu. Monitor muni meðal ann­ars draga dám af blaðinu Und­ir­tón­um, sem gefið var út fyr­ir nokkr­um árum en ann­ar af stofn­end­um Und­ir­tóna hef­ur komið að und­ir­bún­ingi út­gáf­unn­ar.

Hægt er að fylgj­ast með frétt­um af und­ir­bún­ingi blaðsins á bloggsíðu sem sett hef­ur verið upp á slóðinni www.blog.monitor.is

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú mátt ekki láta söknuðinn drepa þig í dróma, þótt vík sé á milli vina. Treystu víðsýnum félaga fyrir viðkvæmu málefni sem þú þarft að ræða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú mátt ekki láta söknuðinn drepa þig í dróma, þótt vík sé á milli vina. Treystu víðsýnum félaga fyrir viðkvæmu málefni sem þú þarft að ræða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka