Birkir Árnason kom í mark í Chamonix í Frakklandi um sjöleytið í morgun að frönskum tíma og hafði þar með lokið 86 kílómetra fjallahlaupi sem liggur hálfan hring í kringum Mont-Blanc á tímanum 18:32.
Birkir hafnaði í 571 sæti af ríflega 1.600 þátttakendum sem verður að teljast ótrúlegur árangur hjá manni sem hefur nánast engan langhlaupaferil að baki, að því er segir í tilkynningu. Félagar Birkis, þeir Börkur Árnason og Höskuldur Kristvinsson eru enn að hlaupa en þeir eru að fara heilan hring eða 163 kílómetra.
Bloggvefur um hlaup þeirra félaga