„Núna erum við staddir í Helsinki í Finnlandi og í þessum töluðum orðum fer fram Menningarnótt þeirra Finna. Við erum að spila á íslenskum menningarviðburði á vegum íslenska sendiráðsins þar sem meðal annars Hugleikur Dagsson kemur fram og myndlistarkonan Hulda Leifs," sagði Haukur Magnússon, meðlimur hljómsveitarinnar Reykjavík! þegar Blaðið náði af honum tali í gær. Hljómsveitin var í þeim töluðum orðum að setja sig í stellingar fyrir aðra tónleika sem haldnir verða í Tallinn í kvöld.
„Við erum að fara að spila í einhverju rosalegu húsi í Tallinn. Þetta er gamalt fangelsi og alveg hrikalega stórt og vígalegt í útliti. Við leikum þarna á tónleikum til styrktar baráttunni gegn eyðni ásamt fjórum öðrum hljómsveitum frá öllum Norðurlöndunum. Við tökum einhverja brjálaða partíferju yfir til Tallinn, en mér skilst að eldri borgarar fjölmenni í ferjuna til þess að drekka og dansa gömlu dansana. Þau fara víst til Eistlands til þess að kaupa sér brennivín og svo til baka morguninn eftir."
Nánar í Blaðinu