david@mbl.is
Það virðist í fljótu bragði ekki mikið samhengi á milli þess að leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands og stunda lánveitingar í fátækustu ríkjum veraldar. En Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari gerir þó hvort tveggja því að hann er frá því í febrúar í hópi þeirra sem stunda svonefnda örlánastarfsemi.
Örlánin eru hugarfóstur hagfræðingsins Muhammads Yunus en Yunus og Grameen-banki hans fengu friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir aðstoð sína við fátæka í Bangladesh. Yunus hóf örlánastarfsemi fyrir um þrjátíu árum en hugmynd hans hefur reynst svo byltingarkennd að hún er nú framkvæmd víðast hvar í heiminum og nú síðast á netinu.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.