Ástarlíf McCartneys að glæðast?

Sir Paul McCartney hefur lýst því hversu erfiður skilnaðurinn við …
Sir Paul McCartney hefur lýst því hversu erfiður skilnaðurinn við Heather Mills reyndist honum. Reuters

Sú saga gengur nú fjöllunum hærra að Bítillinn Sir Paul McCartney og bandaríska kvikmyndaleikkonan Renée Zellweger séu að slá sér upp en þau munu hafa sést stinga saman nefjum á tónleikum í New York nýlega.

"Renée brosti og hló og virtist drekka í sig hvert orð McCartneys. Hún hefur lengi hrifist af tónlistarmönnum og hann er bæði goðsögn og einhleypur,” segir ónefndur tónleikagestur. “Það er ljóst að hann hrífst af sé yngri konum og þá sérstaklega ljóshærðum konum.”

Renée skildi við söngvarann Kenny Chesney árið 2005 eftir fjögurra mánaða hjónaband en var áður í tveggja ára sambandi við rokkarann Jack White.

Paul skildi einnig nýlega við aðra eiginkonu sína Heather Mills og hefur síðan verið orðaður við fyrrum ofurfyrirsætuna Christie Brinkley sem áður var gift tónlistarmanninum Billy Joel. Brinkley mun einnig hafa verið á umræddum tónleikum og segja viðstaddir að fremur þungt hafi verið yfir henni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka