Sjoppufákeppni hræðir poppara

Eftir Atla Fananr Bjarkason – atli@bladid.net

N1 á nú vegasjoppurnar Staðarskála og Brú. Íslenskar hljómsveitir ferðast mikið um svæðið sem sjoppurnar eru á og hafa áhyggjur af fákeppninni sem nú hefur skapast.

„Við höfum áhyggjur af verri hamborgurum. Það er alvöru áhyggjuefni,“ segir Ingólfur Þórarinsson, Ingó Idol, um nýleg kaup N1 á Staðarskála, en fyrirtækið á fyrir vegasjoppuna Brú, sem er næsta sjoppa við Staðarskála. Ingó er í hljómsveitinni Veðurguðunum sem ferðast mikið um landið.

Hann hefur áhyggjur af fákeppninni sem nú hefur skapast við Hrútafjörð, en sjoppurnar tvær voru áður í harðri samkeppni um viðskiptavini.

„Hingað til höfum við stoppað í Brú á leiðinni norður en í Staðarskála á leiðinni til baka,“ segir Ingó og játar því að Veðurguðirnir hafi reynt að halda fjölbreytni í sjoppuvali. „Það er greinilega ekki hægt lengur. Það er mikil hætta á að þjónusta skerðist vegna fákeppninnar. Nú hefur maður ekkert um að velja.“

Nánar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir