Lohan iðin við að brjóta reglur meðferðarstofnunar

Lindsay Lohan
Lindsay Lohan HO

Lindsay Lohan á að hafa neytt ólöglegra lyfja á meðferðarstofnuninni sem hún dvelur á í Utah í Bandaríkjunum. Var hún þvinguð í lyfjapróf og féll á því samkvæmt fréttaveitunni Bang Showbiz.

Hefur Lohan verið vöruð við því að ef hún verði aftur staðin að ólöglegri lyfjanotkun þá verði hún látin yfirgefa Cirque Lodge meðferðarstofnunina. Er þetta ekki í fyrsta skiptið sem hún brýtur reglunar á Cirque Lodge því fyrr í mánuðinum bárust fréttir af því að hún og annar sjúlklingur hafi verið gripin glóðvolg við kynmök á salerni stofnunarinnar.

Lindsay Lohan hefur dvalið á stofnuninni frá því hún var handtekinn 24. júlí eftir að hafa ekið of hratt og lent í árekstri í Santa Monica. Í ljós kom að hún var undir árhrifum fíkniefna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar