Mysan horfin úr busavígslunum

Busavígsla
Busavígsla
Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@bladid.net

„Eftir því sem ég best veit hefur engin niðurlæging verið í gangi heldur eintóm gleði," segir Árni Már Þrastarson, formaður nemendafélags Verzlunarskóla Íslands, um busavígsluna í skólanum. Ofbeldi og niðurlæging í busavígslum hefur stórlega minnkað í framhaldsskólum undanfarin ár, en Árni segir slíkar vígslur aldrei hafa verið uppi á teningnum í sinni tíð í Versló.

„Busavígslan einskorðast alveg við busadaginn okkar í september. Hann gengur í einu og öllu út á það að bjóða fólk velkomið í skólann, með engu offorsi eins og þekkist kannski hjá öðrum nemendafélögum. Þetta snýst í einu öllu um það að gera sér glaðan dag með bekknum sínum og þjappa krökkunum saman fyrir fyrsta veturinn þeirra í skólanum."

Mysa og majónes

„Á busadaginn verða busastelpur að vera ómálaðar - strákarnir þurfa aftur á móti að vera málaðir og í pilsum," segir Egill Gunnarsson, formaður nemendafélags Menntaskólans á Egilsstöðum. Hann gefur ekki mikið fyrir aðferðir verslinga, en segist ennþá vera í samningaviðræðum við skólayfirvöld um hvað gera megi við busana í ár.

„Það er alltaf verið að reyna að gera þetta meira eins og Versló á hverju ári. Ætli við höfum ekki einhverja þrautabraut, þar sem fólk þarf að klifra yfir grindverk og skríða undir spotta. En það er nú ekki alveg ljóst hvað verður gert við þá."

Egill segir busana í ár sleppa vel miðað við þegar hann var busaður. „Við vorum látin leggjast á stéttina og látin drekka mysu liggjandi. Henni var hellt yfir okkur ásamt öðru ógeði, eins og hveiti, majonesi og öðru gúmmelaði. Svo var nóg af vatni og vatnsbyssum."

Nánar í Blaðinu

Frá busavígslu
Frá busavígslu
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar