Tómatarnir látnir fljúga

Tomatina hátíðin í Buñol var haldin í dag.
Tomatina hátíðin í Buñol var haldin í dag. Reuters

Um fjörutíu þúsund manns söfnuðust saman í bænum Buñol á austurströnd Spánar til að taka þátt í hinum árlega tómataslag eða Tomatina hátíðinni. Á hádegi var farið með fimm vörubílshlöss eða um 115 tonn af tómötum inn á aðaltorg bæjarins og létu þátttakendur tómatana dynja hver á öðrum.

Tomatina hátíðin hefur verið haldin frá því 1945 er reiðir þátttakendur í árlegri kjötkveðjuhátíð skiptust á fljúgandi tómötum og það þótti góð hugmynd að áframhaldandi skemmtun.

Nú koma ferðamenn víða að til að taka þátt í hátíðinni og bæjaryfirvöld sjá þátttakendum fyrir um 500 sturtum en einnig er boðið upp á nærliggjandi á til að skola tómatgumsið af sér að skemmtun lokinni.

Það þykir betra að kreista tómatana áður en þeir eru …
Það þykir betra að kreista tómatana áður en þeir eru látnir fljúga. Reuters
Tomatina hátíðin er stærsti matarslagur í heimi.
Tomatina hátíðin er stærsti matarslagur í heimi. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir