Angelinu Jolie þykir hún ekki tekin alvarlega

Angelina Jolie á blaðamannafundi vegna kvikmyndarinnar A Mighty Heart.
Angelina Jolie á blaðamannafundi vegna kvikmyndarinnar A Mighty Heart. Reuters

Leikkonan Angelina Jolie kvartar yfir því að fólk taki hana ekki alvarlega vegna atvinnu hennar. Jolie er einnig þekkt fyrir starf sitt sem góðgerðasendiherra Sameinuðu þjóðanna og fyrir sterkar skoðanir á heimsmálunum.

Í viðtali við þýska blaðið Der Spiegel segir hún að stjórnmál séu ef til vill ekki heppilegasti vettvangur fyrir leikara og að stjórnmál og leiklist fari stundum illa saman. Þá segist hún halda að fólk taki hana ekki alvarlega þegar hún sinnir starfi sínu fyrir Sameinuðu þjóðirnar því hún leiki í kvikmyndum.

Jolie heimsótti á þriðjudag 1.200 íraska flóttamenn í flóttamannabúðum nærri landamærum Sýrlands. Við það tilefni sagði hún mikilvægt að finna góða leiðtoga meðal þeirra sem vinna að mannúðarmálum.

Í heimsókninni fylgdist leikkonan með Írökum fara yfir landamærin til Sýrlands á flótta undan átökum í heimalandi þeirra. Þá hitti hún einnig bandaríska hermenn. Hún sagðist vera komin til Íraks til þess að draga athygli heimsins að ástandinu og til þess að hvetja stjórnvöld til þess að auka framlög þeirra til Flóttamannabúða Sameinuðu þjóðanna og samstarfsaðila þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í sterkum tengslum við tilfinningar þínar í dag og því er hætt við að þú segir eitthvað sem þú átt eftir að iðrast síðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Lucinda Riley og Harry Whittaker
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í sterkum tengslum við tilfinningar þínar í dag og því er hætt við að þú segir eitthvað sem þú átt eftir að iðrast síðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Lucinda Riley og Harry Whittaker
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren