Bíósumarið það stærsta á öldinni

Eftir Atla Fannar Bjarkason - atli@bladid.net

„Þeir sögðu mér þeir eldri hérna að þetta væri örugglega stærsta sumarið á öldinni," segir Ingi Úlfar Helgason hjá Sambíóunum, en rúmlega 510.000 gestir sóttu bíóhúsin yfir sumartímann í ár. Það er sex prósenta aukning frá því í fyrra þegar aðsóknin var 484.000 gestir.

„Það er alltaf aukning, en það voru náttúrlega stórar myndir í ár. Spiderman rétt kom inn í tímabilið, Harry Potter var líka mjög stór."

Sumaraðsókn í Bandaríkjunum er sú sjötta besta í sögunni, en miðasala hefur skilað yfir 250 milljörðum íslenskra króna, sem er met. Aðsóknin á Íslandi sló engin met, enda hefur veðrið verið með eindæmum gott í sumar og fólk því haldið frekar til á Austurvelli í stað þess að fara í bíó.

„Menn voru hræddir við veðrið [á Íslandi]," segir Ingi. „Aðsóknin hefði kannski verið miklu betri ef veðrið hefði ekki verið svona gott."

Nánar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup