Kryddpíunar sagðar ósáttar við Mel B

Kryddpíurnar í stuði.
Kryddpíurnar í stuði. Reuters

Kryddpíurnar Geri Halliwell, Victoria Beckham, Emma Bunton og Mel C eru nú sagðar ósáttar við alla þá athygli sem einkalíf fimmtu Kryddpíunnar Mel B hefur fengið í fjölmiðlum. Stúlkurnar studdu Mel B í faðernisdeilu hennar við bandaríska gamanleikarann Eddie Murphy en þeim mun hins vegar hafa þótt nóg komið er hún gekk í hjónaband.

“Victoria er ekki sátt við að Mel skuli hafa dregið athyglina frá fyrirhuguðu tónleikaferðalagi þeirra. Victoria reynir að halda sínu striki og hvetur hinar stúlkurnar til að láta lítið fyrir sér fara og undirbúa sig undir ferðina,” segior ónefndur heimildarmaður.

Mel B vann nýlega sigur í faðernismáli sínu gegn Murphy sem var úrskurðaður faðir dóttur hennar Angel Iris. Skömmu síðar giftist hún kvikmyndaframleiðandanum Stephen Belafonte og stuttu síðar ásakaði fyrrum sambýliskona hans Nicole Contreras hann um að hafa beitt sig ofbeldi. Þá er hann einnig eftirlýstur af lögreglu fyrir andardráp.

Greint var frá því í gær að Mel yrði einn a þáttakendunum í næstu þáttaröð bandaríska sjónvarpsþáttarins Dancing with the Stars.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup