Segir Coogan bera ábyrgð á eiturlyfjanotkun Wilsons

Söngkonan Courtney Love segir að breski leikarinn Steve Coogan beri að hluta til ábyrgð á því að leikarinn Owen Wilson reyndi að fyrirfara sér. Love, sem áður átti í ástarsambandi við Coogan, segir að hann hafi haft slæm áhrif á Wilson.

Love segir að undir venjulegum kringumstæðum hefði hún ekki sagt neitt en væntumþykja hennar gagnvart Wilson hafi knúið hana til þess að tjá sig um málið. Segist hún hafa reynt að vara Wilson við þar sem hún þekki Coogan og misnotkun hans á eiturlyfjum.

Talskona Coogans gagnrýnir Love og ásakanir hennar. Segir hún að leikarinn íhugi að höfða mál gegn Love vegna þessara ummæla.

Wilson og Coogan, sem urðu vinir þegar Coogan flutti til Los Angeles, áttu að vinna saman að nýrri kvikmynd Ben Stillers, „Tropic Thunder", en Wilson hefur hætt við að leika í kvikmyndinni þar sem hann ætlar að einbeita sér að því að ná bata eftir misheppnaða sjálfsvígstilraun fyrr í vikunni.

Owen Wilson.
Owen Wilson. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar