Bassaleikari Supergrass gekk út um glugga í svefni

Supergrass. Mick Quinn er lengst til vinstri.
Supergrass. Mick Quinn er lengst til vinstri.

Breska hljómsveitin Supergrass hefur þurft slá öllum áformum á frest eftir að bassaleikari sveitarinnar, Mick Quinn, hryggbrotnaði. Quinn varð fyrir því óláni að ganga í svefni og út um glugga á annarri hæð í húsi sem hann gisti í á suðurhluta Frakklands.

Quinn var fluttur í skyndi á sjúkrahús í Toulouse þar sem hann fór í aðgerð, en læknarnir gerðu að tveimur hryggjarliðum sem höfðu brotnað. Auk þess hælbrotnaði bassaleikarinn við fallið.

Búist er við að hann nái sér að fullu, en það er hinsvegar talið að það muni taka nokkra mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar