Kynþokkinn streymir frá Pitt og Jolie

Angelina Jolie og Brad Pitt
Angelina Jolie og Brad Pitt Reuters

Leikarinn Brad Pitt dáðist að kynþokka sambýliskonunnar Angelinu Jolie á meðgöngunni en þau eignuðust dótturina Shiloh í Namibíu í maí í fyrra. Í viðtali við tímaritið Marie Claire segir Jolie að hún hafi notið meðgöngunnar og ekki hafi spillt fyrir hve Pitt hafi fundist hún kynþokkafull á meðgöngunni.

Kemur fram í viðtalinu að vikurnar áður en Shiloh fæddist hafi þau notið þess að borða við kertaljós úti í náttúrunni og horft á hafið.

Jolie staðfestir í viðtalinu hve kynþokkafullur Pitt er þegar hann er í föðurhlutverkinu en þau eiga þrjú ættleidd börn auk Shiloh. Maddox sem er 6 ára, Zahara sem er tveggja og Pax sem er þriggja ára. Að sögn Jolie hefur Pitt gengið Maddox í föðurstað en hún ættleiddi hann áður en hún og Pitt rugluðu saman reitum. Hún er yfir sig ánægð með fjölskylduna og hvernig Pitt bregst við föðurhlutverkinu. „Þegar ég horfi á hann (Maddox) og Brad eiga sínar stundir sem feðgar þá er það æsandi. Ég meina það er ekkert sem er eins kynþokkafullt og karlmaður sem er stórkostlegur faðir," samkvæmt Jolie.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar