Lát Díönu ólýsanlegt áfall segir Harry prins

Karl Bretaprins ásamt sonum sínum, Harry og William
Karl Bretaprins ásamt sonum sínum, Harry og William AP

Harry prins sagði við minn­ing­ar­at­höfn um móður sína, Díönu prins­essu, í dag að hún hafi verið besta móðir í heimi og að lát henn­ar hafi verið ólýs­an­legt áfall og sorg­legt. Þetta kom fram í máli prins­ins við guðsþjón­ustu í Guards' Chap­el í ná­grenni Buck­ing­ham­hall­ar en í dag eru tíu ár liðin frá dauða Díönu í bíl­slysi í Par­ís.

Sagði prins­inn, sem var tólf ára þegar móðir hans lést, að hann og bróðir hans, William, geti skipt lífi sínu upp í tvennt. Tím­ann sem þeir áttu þegar þeir nutu sam­vista við for­eldra sína og þau tíu ár sem liðin eru frá dauða móður þeirra.

Harry sagði að Dí­ana hafi stutt þá með ráðum og dáð og að henn­ar verði ávalt minnst fyr­ir störf í þágu al­menn­ings.

Karl Bretaprins, fyrr­um eig­inmaður Díönu, og móðir hans Elísa­bet Eng­lands­drottn­ing voru einnig viðstödd minn­ing­ar­at­höfn­ina auk margra ná­inna vina prins­ess­unn­ar og fjöl­skyldu.

Earl Spencer, bróður Díönu
Earl Spencer, bróður Díönu AP
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands
Gor­don Brown, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands AP
Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra, mætti í minningarathöfnina.
Tony Bla­ir, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, mætti í minn­ing­ar­at­höfn­ina. AP
Elton John var við minningarathöfnina
Elt­on John var við minn­ing­ar­at­höfn­ina AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Það liggur ekkert á og þú átt á hættu að gera alvarleg mistök í öllum þessum hamagangi. Mundu að áhyggjur eru eins og ruggustóll.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Það liggur ekkert á og þú átt á hættu að gera alvarleg mistök í öllum þessum hamagangi. Mundu að áhyggjur eru eins og ruggustóll.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka