Ólafur Elíasson sýnir jökulsvelgjamyndir í Bandaríkjunum

Ólafur myndar jökulsvelg á Vatnajökli.
Ólafur myndar jökulsvelg á Vatnajökli. mynd/Magnús Hjörleifsson

Bandaríska dagblaðið New York Times fjallar um Ólaf Elíasson í dag í tilefni af því að hann er að opna fyrstu stóru sýningu sína í Bandaríkjunum. Þar sýnir Ólafur ljósmyndir, sem hann tók af jökulsvelgjum á Vatnajökli í júlí undir yfirskriftinni: Gefðu þér tíma: Ólafur Elíasson.

Sýningin verður opnuð í Museum of Modern Art í San Francisco um næstu helgi, fer síðan til New York í apríl og loks til Dallas.

Fjallað er ýtarlega um Ólaf og listsköpun hans í New York Times í dag. Þar kemur m.a. fram að hann hafi fæðst í Kaupmannahöfn en foreldrar hans voru íslenskir. Þau hafi skilið þegar hann var átta ára og faðir hans flutt aftur til Íslands. Eftir það hafi Ólafur dvalið á Íslandi á sumrin og í fríum. „Allt sem ég varð að gera var í Danmörku. Allt sem ég vildi gera var á Íslandi," hefur blaðið eftir Ólafi.

Fjallað var um jöklasvelgjamyndir Ólafs Elíassonar í Lesbók Morgunblaðsins fyrir viku.

Umfjöllun New York Times um Ólaf Elíasson

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir