Ólafur Elíasson sýnir jökulsvelgjamyndir í Bandaríkjunum

Ólafur myndar jökulsvelg á Vatnajökli.
Ólafur myndar jökulsvelg á Vatnajökli. mynd/Magnús Hjörleifsson

Bandaríska dagblaðið New York Times fjallar um Ólaf Elíasson í dag í tilefni af því að hann er að opna fyrstu stóru sýningu sína í Bandaríkjunum. Þar sýnir Ólafur ljósmyndir, sem hann tók af jökulsvelgjum á Vatnajökli í júlí undir yfirskriftinni: Gefðu þér tíma: Ólafur Elíasson.

Sýningin verður opnuð í Museum of Modern Art í San Francisco um næstu helgi, fer síðan til New York í apríl og loks til Dallas.

Fjallað er ýtarlega um Ólaf og listsköpun hans í New York Times í dag. Þar kemur m.a. fram að hann hafi fæðst í Kaupmannahöfn en foreldrar hans voru íslenskir. Þau hafi skilið þegar hann var átta ára og faðir hans flutt aftur til Íslands. Eftir það hafi Ólafur dvalið á Íslandi á sumrin og í fríum. „Allt sem ég varð að gera var í Danmörku. Allt sem ég vildi gera var á Íslandi," hefur blaðið eftir Ólafi.

Fjallað var um jöklasvelgjamyndir Ólafs Elíassonar í Lesbók Morgunblaðsins fyrir viku.

Umfjöllun New York Times um Ólaf Elíasson

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir