Ósmekklegasta bók síðustu ára

O.J. Simpson.
O.J. Simpson. Reuters

Stærsta bóksölufyrirtæki Bandaríkjanna, Barnes & Noble, hefur ákveðið að taka að sér sölu á bók sem hlýtur að teljast ein ósmekklegasta bók síðustu ára. Bókin er eftir fyrrverandi ruðningskappann og gamanleikarann O.J. Simpson og nefnist If I Did It og ku fjalla á ítarlegan hátt um hvernig Simpson hefði farið að því að myrða fyrrverandi eiginkonu sína og kærasta hennar, ef hann hefði á annað borð gert það.

Eins og alþjóð veit var Simpson sýknaður fyrir morðið á fyrrverandi eiginkonu sinni, Nicole Brown Simpson og vini hennar, Ronald Goldman, þó að flest benti til þess að hann hefði verið þar að verki.

Barnes & Noble ætluðu upphaflega einungis að bjóða bókina til sölu í vefverslun sinni en vegna fjölda eftirspurna áhugasamra lesenda hefur verið ákveðið að selja hana einnig í verslunum.

Einnig hefur verið ákveðið að prenta bókina í 150 þúsund eintökum í stað 125 þúsund.

Já, það er virkilega spennandi að fá að fræðast um hvernig Simpson hefði farið að við að murka lífið úr fyrrverandi eiginkonu sinni!

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka