Spænska leikkonan Penélope Cruz hefur mikinn áhuga á að flytja til Lundúna, en leikkonan fagra vinnur þar að sinni nýjustu kvikmynd um þessar mundir og hefur að sögn fallið kolflöt fyrir borginni.
„Penelope vill endilega eignast hús í Lundúnum eða í nágrenni borgarinnar, og hún hefur farið í fasteignaleiðangra þegar hún hefur haft til þess tíma," segir heimildarmaður. „Hún vill eignast húsnæði sem er nógu stórt til þess að öll fjölskylda hennar geti gist hjá henni þegar hún kemur í heimsókn."