Skeggprúðir keppa

Þjóðverjinn Elmar Weiser sýnir stoltur skeggið.
Þjóðverjinn Elmar Weiser sýnir stoltur skeggið. AP

Margir Skeggprúðustu karlmenn heims komu um helgina saman í Brighton á Englandi og kepptu í skeggvexti og hirðu. Keppt var í ýmsum flokkum, svo sem alskeggs- og yfirskeggsflokki, Daliflokki, hökuskeggsflokki og einnig er keppt í opnum flokki þar sem skeggin eru slík listaverk að erfitt er að flokka þau.

Markmið keppninnar er að heiðra vöxt, hönnun og sýningu andlitshárs og einnig að gleðja fólk.

Breska ríkisútvarpið BBC hafði eftir Steve Parsons, sem skipulagði keppnina, að sumir keppendur legðu mikið á sig við að hirða um skegg sitt. Keppnin í opna flokknum væri skemmtilegust því þar væri allt leyfilegt. Í síðustu keppni, sem fór fram í Berlín fyrir tveimur árum, hafði einn keppandinn mótað Brandenborgarhliðið í skegg sitt með hestum og fánum og öllu tilheyrandi.

Næsta keppni verður haldin í Anchorage í Alaska.

Gandhi Jones er frá Seattle í Bandaríkjunum.
Gandhi Jones er frá Seattle í Bandaríkjunum. AP
Þjóðverjinn Willi Chevalier hlýtur að teljast sigurstranglegur í opnum flokki.
Þjóðverjinn Willi Chevalier hlýtur að teljast sigurstranglegur í opnum flokki. AP
Sum skeggin mynna á fyrri aldir.
Sum skeggin mynna á fyrri aldir. Reuters
Einn keppendanna í skeggkeppninni í Brighton.
Einn keppendanna í skeggkeppninni í Brighton. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú skalt ekki vera vonsvikinn þótt eitthvað renni þér úr greipum. Þótt í mörg horn sé að líta skaltu ekki gleyma að sinna þeim sem standa þér næstir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Guðrún frá Lundi
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú skalt ekki vera vonsvikinn þótt eitthvað renni þér úr greipum. Þótt í mörg horn sé að líta skaltu ekki gleyma að sinna þeim sem standa þér næstir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Guðrún frá Lundi