Bondevik byrjaður að drekka rauðvín

Kjell Magne Bondevik, fyrrum forsætisráðherra Noregs.
Kjell Magne Bondevik, fyrrum forsætisráðherra Noregs.

Kjell Magne Bondevik, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, er sextugur um þessar mundir. Blaðið Vårt Land ræddi af því tilefni við nokkra vini hans og spurðu þá m.a. hvenær hann hefði komið þeim mest á óvart. Einn viðmælandinn, Valgerd Svarstad Haugland, svaraði: „Núna, hann er byrjaður að drekka rauðvín."

„Ég er undrandi á að hann skyldi hafa beðið með að njóta þess að drekka glas af góðu rauðvíni þar til hann væri hættur í stjórnmálunum," sagði Haugland. „Það er ekki sérlega gáfulegt að smakka ekki vín þegar maður er með einkabílstjóra og byrja svo á því þegar maður verður að keyra sjálfur. En hann drekkur ekki þegar hann ekur," bætti hún við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar