Leitað að nýjum Dan Brown

Dan Brown.
Dan Brown. Reuters

Bókaútgáfan Bjartur hefur ákveðið að hleypa af stokkunum verkefni sem ber yfirskriftina „Leitin að nýjum Dan Brown." Segist forlagið munu greiða 1 milljón króna í verðlaun auk hefðbundinna höfundarlauna ef það fær í hendur handrit að glæpasögu, sem eigi möguleika á alþjóðlegum vinsældum.

Í tilkynningu frá Bjarti segir, að Dan Brown, sem m.a. skrifaði bókina Da Vinci lykilinn, sé hadinn ritteppu um þessar mundir en í fjögur ár hafi Brown reynt að hnýta endahnútinn á næstu skáldsögu sína sem beri vinnuheitið Salomons lykillinn. Milljónir manna um allan heim bíði í ofvæni eftir nýrri bók eftir Brown og til að létta þeim biðina hafi Bjartur ákveðið að standa fyrir þessari samkeppni.

Í tilkynningu segir, að réttindastofa Bjarts annist sölumál á verðlaunahandritinu á erlendum vettvangi og verði lagt í umfangsmikla alþjóðlega kynningarherferð á handritinu með það að markmiði að gera það að alþjóðlegri metsölubók. Nú þegar hafi þýska útgáfan Bastei Lübbe fest kaup á útgáfuréttinum að handritinu fyrir 10.000 evrur.

Skilafrestur í samkeppnina er til 1. júlí  2008 og mun dómnefnd tilkynna vinningshafann þann 1. október árið 2008, sama dag og verðlaunabókin kemur út. Forlagið áskilur sér rétt til að hafna öllum handritum. Dómnefnd skipar ritstjórn Bjarts og starfsmenn Réttindastofu útgáfunnar. Handrit merkt dulnefni skulu berast Bjarti, Bræðraborgarstíg 9, 101 Reykjavík. Rétt nafn höfundar skal fylgja með í lokuðu umslagi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir