Sænsk stjórnvöld kosta varðveislu á verkum Bergmans

Sven Nykvist og Ingmar Bergman við gerð Fanny og Alexanders.
Sven Nykvist og Ingmar Bergman við gerð Fanny og Alexanders. Reuters

Sænsk stjórnvöld ætla að veita sem svarar um 190 milljónum íslenskra króna til varðveislu á verkum og orðstír kvikmyndaleikstjórans Ingmars Bergmans, sem lést í júlí. Peningunum verður varið til að halda árlega leikhúshátíð sem Dramaten-leikhúsið skipuleggur og gera stafræn afrit af myndum hans.

Leikhúsið mun einnig fá styrk til að kaupa sýningarréttinn á verkum Bergmans. „Það er afar mikilvægt að tryggja að listræn arfleifð Ingmars Bergmans sé varðveitt og geti veitt komandi kynslóðum áhorfenda, kvikmyndagerðarmanna og leikhúsfólks innblástur,“ segja Fredrik Reinfeldt forsætisráðherra og Lena Andelsohn menningarmálaráðherra í grein í Dagens Nyheter í dag, þar sem þau greina frá fjárveitingunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir