Dauðkveið fyrir að láta þukla á brjóstunum á sér

Jessica Biel.
Jessica Biel. AP

Leikkonan Jessica Biel dauðkveið fyrir því að láta grínistann Adam Sandler þukla á brjóstunum á sér við tökur á atriði í kvikmynd sem þau léku í nýverið, og fór reglulega í líkamsrækt vikum saman til að vera viss um að líta nú vel út þegar atriðið yrði tekið upp.

Í viðtali við tímaritið Style segir hún: „Ég þurfti að æfa mig mikið og gæta að mataræðinu. Ég kann að vísu ekki við orðið „mataræði,“ ég gætti þess bara að borða ekki of mikið og halda líkamanum í formi þannig að ég væri sátt við að koma fram í kvikmynd í nærfötunum.“

Í myndinni, I Now Pronounce You Chuck and Larry, leikur Biel lögmann sem tveir slökkviliðsmenn, sem þykjast vera samkynhneigðir, ráða til starfa. Sandler leikur annan slökkviliðsmanninn, og í umræddu atriði þuklar hann á brjóstum hennar til að ganga úr skugga um að þau séu ekta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir