Finnskir kvikmyndagerðarmenn í verkfall

Aki Kaurismäki er í verkfalli.
Aki Kaurismäki er í verkfalli. AP

Finnskir kvikmyndagerðarmenn hafa lagt niður vinnu til að mótmæla því sem þeir segja vera svikin loforð stjórnvalda um auknar niðurgreiðslur til kvikmyndagerðar í landinu. Þær séu í fjárlögum næsta árs áætlaðar óbreyttar, þrátt fyrir loforð um að þær yrðu hækkaðar um 1,2 milljónir evra.

Menningarmálaráðherra Finnlands, Stefan Wallin, sagði að ekki væri búið að taka endanlega ákvörðun um fjárveitingar til kvikmyndagerðar. 23 kvikmyndagerðarmenn hafa lýst því yfir að þeir muni ekki hefja störf á ný fyrr en frekari fjárveiting fáist.

Samkvæmt upplýsingum finnsku kvikmyndastofnunarinnar var um fjórðungur þeirra mynda sem sýndar voru í Finnlandi í fyrra innlend framleiðsla. Fyrir tíu árum var þetta hlutfall einungis fjögur prósent.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson