Birkhead og Stern höfða mál vegna nýrrar bókar

Larry Birkhead.
Larry Birkhead. AP

Larry Birkhead og Howard K. Stern ætla báðir að höfða mál á hendur höfundi nýrrar bókar, sem kom út í gær, þar sem fullyrt er að þeir hafi átt í ástarsambandi áður en Anna Nicole Smith lést, og hafi síðan tekið höndum saman um að misnota fjölmiðla til að hámarka gróða sinn.

Birkhead og Stern eru báðir fyrrverandi elskhugar Önnu Nicole, og sá fyrrnefndi er barnsfaðir hennar. Bókin sem kom út í gær er eftir blaðakonuna Ritu Cosby og heitir „Blonde Ambition: The Untold Story Behind Anna Nicole Smith's Death.“

Birkhead sagði við AP gær að málshöfðuninn myndi leiða til „dýrustu dómssáttar frá því bókaútgáfa hófst.“

Lögmaður Sterns sagði í gær að því meiri upplýsingar sem sér bærust um bókina því augljósara þætti sér að í rauninni væri um hreina skáldsögu að ræða.

Bæði Birkhead og Stern hafa neitað því algjörlega að þeir hafi verið elskhugar, en Cosby segir að til sé myndbandsupptaka af ástarleik þeirra. Hafi fyrrverandi starfsmaður Önnu Nicole séð þegar hún hafi horft á það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir